lommi

er skáld.

Síðasta ljóðabók Sjóns

Síðasta ljóðabók Sjóns er eftir Arngrím Vídalín og Jón Örn Loðmfjörð. Allir textar í bókinni eru unnir uppúr ljóðum Sjóns og viðtölum við hann.

hreistraður fákur hleypur niður augnlok mín
og leggur niður næfurþunnar blæjur
lykt af lirfum berst fyrir hornið
og býr til falleg sár við brjóst mitt
fiskar við hvern fingur
og með dúfur í ermunum
í langröndóttum náttslopp
í myrkrinu

og ljósinu

og öfugt

Sjón um Síðustu ljóðabók Sjóns:

„Ég er búinn að fá eintak af bókinni og get mælt með henni. Það kemur mér á óvart hversu mörg tækifæri til ljóða eru falin í orða- og myndabanka frumgerðanna. Best væri að þeir sem keyptu Ljóðasafnið mitt kipptu þessari bók með sér líka, og öfugt. Saman leggja þær grunninn að jólaspili ljóðelsku fjölskyldunnar í ár. Eins og André Breton þreyttist ekki á að minna okkur á þá sagði Greifinn af Lautreamont: Ljóðið er skapað af öllum. Til lukku Celidonius!“

Kápu hannaði Fanney Sizemore

Sækja Síðustu ljóðabók Sjóns