Ég hef lítið horft á handbolta síðustu ár og því kom það mér á óvart að sjá að ungstirnið, Aron Pálmarsson, væri búinn að leggja skóna á hilluna. Börnin mín spurðu hvað börnin á vellinum hétu. Það vissi ég ekkert. Ég sagði þeim svo söguna af Aroni Pálmarssyni. Þau vildu ekki hlusta á hana. Ég var svolítið eins og Æskan í gamla daga og New Kids On The Block — ófá lesendabréf bárust þar sem ritstjórnin var grátbeðin að hætta að birta svona mikið um New Kids On The Block þar sem ekkert barn þekkti þá hljómsveit. Alltaf var það samt New Kids On The Block.
