21. desember 2025
Stashið fannst
Börnin fundu skógjafastashið :(
Við yfirheyrslur sagðist ég bara hafa keypt margar litlar smágjafir handa þeim, sem betur fer voru þær gjörólíkar fyrrum skógjöfum svo þau höfðu ekkert í höndunum til að ásaka mig um að vera jólasveinninn.
Ég er búinn að finna nýjan felustað og held leiknum áfram en er örlítið kvíðinn um að ég geti ekki haldið þessu endalaust áfram. Einn daginn verð ég gómaður og kannski vil ég innst inni vera gómaður.