Færslur merktar: draumar

Draumur

Dreymdi að ég ætti allt í einu þrjú börn (en ekki tvö) sem ég var að teyma með mér. Ég mundi ómögulega hvað þriðja barnið héti.

Hrökk upp. „Ég er þriðja barnið!“, sofnaði strax aftur og reyndi að hlúa að þeim öllum.

Giftar konur

Frænku mína dreymdi að ég væri að viðra hjónasæng. Var hún sannfærð um að ég væri að eiga við gifta konu og ráðlagði mér að hætta því. Ég sagði henni frá draumi sem mig dreymdi. Ég átti alltof mörg spil á hendi, og á borði, og var að leggja niður laufa- og hjartagosa.

„Gosi er fyrir ný tækifæri. Hjarta fyrir ástina, lauf er kannski fyrir framfarir í starfi. Þú ættir samt ekki að hitta gifta konu.“

Ég þakkaði henni fyrir ráðið, þó það nýtist mér lítið.