Færslur merktar: Markús

Kirkjuklukkur

Strákurinn hrópar:

– Einhver er að deyja, pabbi!

og heldur áfram að leika sér.

Pulsur

  • Pabbi, höfum pulsuspagettí
  • Spagettí með pulsum?
  • Já, maður þræðir spagettí í gegnum pulsurnar.
  • Það er ekki hægt.
  • Jú ef það er ósoðið.

Og þannig kenndi strákurinn minn, sem verður 5 ára í mars, hvernig búa á til pulsuspagettí.

pulsuspagettí
pulsuspagettí