lommi

21. janúar 2024

Það sem er fyndið


Þetta segir dóttir mín sem verður fjagra ára í apríl. Ég er orðinn maður sem segir gamansögur af börnunum sínum og mér er fökk sama. Þetta er bloggið mitt.

18. janúar 2024

Rusladagur 03

Dramatískasti rusladagurinn hingað til er kominn á vefinn.

17. janúar 2024

Þú ert ekki vandamálið

Þú ert ekki vandamálið.

Mögulega.

Það er ekki útilokað.

Mjög líklega ertu samt vandamálið og þú ert ekki að segja þér það nógu oft.

Hættu að berja þig niður. Þú ert mögulega vandamálið og það geta ekki allir verið vandamálið.

Það er óforbetranleg sjálfhverfa að álita að þú sért einn af þeim fáum sem eru vandamálið.

15. janúar 2024

Heimsendir

Ég veit ekki hvenær og hvernig heimsendir verður, en ég er nokkuð viss um að hann hefjist í einhverri hverfisgrúbbu í umræðu um rusl.

13. janúar 2024

Forsetakosningar

Við ættum öll að skiptast á að vera forseti. Ár í senn.

Valið handhófskennt. Enginn fær að vita hver er eða var forseti.

Allir fá að njóta vafans þegar eyður eru skoðaðar í ferilsskrám, kannski var viðkomandi forseti?

(Ég gæti hafa stolið þessari hugmynd frá Almarri — en hann ætti að fara blogga.)

11. janúar 2024

Rusladagur 02

Ný vika og rulsabíllinn er með nýja ferð. Nýtt ljóð má nálgast hér Rusladagur

7. janúar 2024

Hrein tuskudýr

Hrein tuskudýr bæði hræða mig og gleðja
5. janúar 2024

Rusladagur 01

Ljóðskáldið Tom Jenks ætlar að skrifa reglulega út árið um sorphirðu.

Ég ætla að þýða jafnóðum. Ljóðið má nálgast hér Rusladagur.

4. janúar 2024

Peningar

Spila
2. janúar 2024

Gleðilegt nýtt ár

Nýr vettvangur til að segja nákvæmlega ekkert og hér getur enginn brugðist við!

…nema kannski gleðilegt nýtt ár!

Ég að segja ekkert
123