Mörk
ég dreg mörkin
við KFC í morgunmat
ég dreg mörkin
við KFC í morgunmat
Ég bjóst aldrei við því að þurfa að skafa krem af Oreo fyrir lítið barn sem fullyrðir að gumsið skemmi annars frekar gott kex.
Við erum mjög lítil þjóð og að okkur langar til að gera gott og langar til að skjóta skjólshúsi yfir fólk á flótta en við getum ekki gert það nema að einhverju ákveðnu marki.
segir Jón Gnarr RÚV
Við erum alltaf að bíða eftir einhverju.
Matthildur, fjögurra ára.
Það þýðir ekkert að eiga í samtali við pizzusendla.
Mér finnst spilling heimilisleg og vær. Börnin sofa best þegar þau sofa oná fisk sem kaupmaðurinn pabbi þeirra stal. Þetta er ekki einhverjar vangaveltur heldur sannað með tímanum og verkum manna sem ég lít upp til. Með lögum skal land byggja og heimili með undanskotum og svikum. Þið sjáið mig ekki, bara þessi orð, en þið getið eflaust séð fyrir ykkur mig að éta mjólkurkex í bræðiskasti. Mjög heimilislegt. Og á veggnum hvílir stolin klukka og börnin, þau eru ekki einu sinni mín. Heimilisleg og vær spilling.
Djók. Ég er að bulla. Veit ekki hvað ég á að segja og börnin eru svo sannarlega mín.
Og þannig kenndi strákurinn minn, sem verður 5 ára í mars, hvernig búa á til pulsuspagettí.
Lesandinn hafði samband og sagði að svartsýnir og hávaxnir mættu nota niðreftir.
Svo þetta er allt niðreftir héreftir.
Ég segi alltaf að allt sé uppeftir þar til einhver leiðréttir mig þá segi ég að allt sé niðreftir.
Nú er ég orðinn 40 ára og hef sætt mig við að ég mun aldrei læra muninn.
„Þú ert með svo stóran rass, pabbi, að hann kemst ekki í buxurnar.“
Þetta segir dóttir mín sem verður fjagra ára í apríl. Ég er orðinn maður sem segir gamansögur af börnunum sínum og mér er fökk sama. Þetta er bloggið mitt.
Dansaðu úmpa þar til þú deyrð. Hvað er úmpa? Það veit enginn.
Þetta segir dóttir mín sem verður fjagra ára í apríl. Ég er orðinn maður sem segir gamansögur af börnunum sínum og mér er fökk sama. Þetta er bloggið mitt.
Dramatískasti rusladagurinn hingað til er kominn á vefinn.
Þú ert ekki vandamálið.
Mögulega.
Það er ekki útilokað.
Mjög líklega ertu samt vandamálið og þú ert ekki að segja þér það nógu oft.
Hættu að berja þig niður. Þú ert mögulega vandamálið og það geta ekki allir verið vandamálið.
Það er óforbetranleg sjálfhverfa að álita að þú sért einn af þeim fáum sem eru vandamálið.
Ég veit ekki hvenær og hvernig heimsendir verður, en ég er nokkuð viss um að hann hefjist í einhverri hverfisgrúbbu í umræðu um rusl.